Skútaís - 15 bragðtegundir

2.490 kr

Vörunúmer: 6600244001 Skútaís

aðeins 4 eftir

á þeim tíma

sem þér hentar

Ísinn er handgerður af Auði Filippusdóttur á Skútustöðum og leggur hún mikla áherslu á að hann sé sem ferskastur, því notar hún mjólkina beint frá bænum ásamt gæðahráefnum frá Ítalíu. Ísbúðin á Skútustöðum er opin á sumrin og hefur vakið mikla lukku hjá bæði heima- og ferðamönnum en við höfum ósjaldan fengið að heyra að hann sé sá besti á landinu. 

Bragðtegundir:

 • Súkkulaði
 • Kókos og súkkulaði
 • Kaffi með súkkulaði
 • Karamellu
 • Marsipan og Toblerone
 • Saltkaramellusósa
 • Bananar með Nóa Kroppi
 • Bismark og súkkulaði
 • Rabaraba og jarðaberja sorbert
 • Vegan
 • Turkish Pepper
 • Mynta með súkkulaði
 • Mangó
 • Bláberja
 • Vanilla

Ísinn er glúteinlaus og inniheldur ekki egg.

Frystivara, geymist við -18°C

Innihaldslýsing

Innihald: Mjólk, rjómi, sykur, dextrósi, undanrennuduft, bragðefni (>2%), ýruefni (>2%), bindiefni (>2%).

Um framleiðandann

Fjölskyldufyrirtækið Skútaís ehf. var stofnað vorið 2019 og var lítil ísgerð sett upp á sveitabænum Skútustöðum seinna það sumar. Á Skútustöðum er rekið blandað bú með kúm, kindum og hænum en ásamt því rekur fjölskyldan einnig ferðaþjónustu. Ísgerðin er í eigu systkina sem reka búið og gistiheimilið ásamt mökum þeirra.

Hugmyndin að ísgerðinni spratt upp frá Auði Filippusdóttir, maka Júlíusar Björssonar sem er einn af systkinunum. Hún var þá að ákveða meistaraverkefni sitt í matvælafræði og fólst verkefnið í uppsetningu ísgerðarinnar, allt frá viðskiptaáætlun að þróun uppskrifta en hún fór einnig á námskeið í ísgerð hjá Háskólanum í Reading, Englandi.