Skírt smjör með túrmerik, Golden Ghee - Bone & Marrow

1.290 kr

Vörunúmer: 1040320003 Bone & Marrow

aðeins 4 eftir

á þeim tíma

sem þér hentar

Smjör

Skírt smjör frá Bone & Marrow ehf.  Skírt smjör (smjörolía) er ævaforn afurð notuð um allan heim.  Það er unnið úr íslensku ósöltuðu smjöri.

Við framleiðsluna er vatn, mjólkursykur og mjólkurprótein að mestu leyti fjarlægt úr smjörinu.   Að auki hefur túrmeriki verið bætt við.

Hentar vel sem viðbit og í alla matargerð.  Skírt smjör er hálffljótandi og kornkennt við stofuhita.  Það hefur hátt brennslumark (250°C) og því afbragð til að steikja og baka upp úr. 

Athugið að túrmerik skírða smjörið er mjög litsterkt. 

Geymist á dimmum og svölum stað. Notist innan 2 mánaða frá opnun.

Innihaldslýsing

Innihaldsefni:  Íslenskt ósaltað smjör og túrmerik (curcumin).  Óþolsefni: Mjólkurafurðir (smjör)

Næringarinnihald

Næringargildi í 100g:

  • Orka 3700 kJ/900 kkal
  • Fita 100g
  • - þar af mettuð 65g
  • Kolvetni 0g
  • - þar af sykurtegundir 0g
  • Prótein 0g
  • Salt 0g
Bone og Marrow ehf

Stofnendur og aðaleigendur fyrirtækisins eru Jón Örvar G. Jónsson og Björk Harðardóttir. Jón Örvar er framkvæmdastjóri félagins og Björk er þróunar- og gæðastjóri. 

Kjörorð fyrirtækisins er forn næring handa nútímamanninum og vísar það í þá hugsun að margt í umhverfi forfeðra- og mæðra okkar, þar á meðal næring, eigi fyllilega erindi við nútímamanninn.

Helstu vörur fyrirtækisins eru beinaseyði og skírt smjör.