Sjampó Skógardís - Hraundís

2.790 kr

Vörunúmer: 3200207010 Hraundís

aðeins 3 eftir

á þeim tíma

sem þér hentar

Skógardís sjampó er búið til úr náttúrulegum efnum ásamt íslenskum ilmkjarnaolíum og hreina fjallavatninu sem kemur úr brunninum á Rauðsgili. Það hefur frískan náttúrulegan skógar ilm. Þetta sjampó er einstaklega gott fyrir þá sem eru með viðkvæman hársvörð eða exem. Mjög lítið þarf að sjampóinu í hvern þvott.

Notkunarleiðbeiningar: Berið í blautt hár - nuddið í hársvörð, látið freyða og skolið vel.

Innihaldslýsing

Icelandic spring water. Betula pubescens hydrosol (ísl. birki vatn). Mipa Laureth sulphate. Cocoamidopropyl betaine. Decyl glucoside. PEG-10 olive glycerides. Hydroxypropyl guar hydroxypropyltrimonium chloride. Benzyl alcohol. Salicylic acid. Glycerin. Sorbic acid. Iceandic essential oils, Pinus cembra (lindifura) Picea sitchensis (sitkagreni) Betula pubescens ( birki).

Framleiðandinn
Framleiðandinn Hraundís Guðmundsdóttir útskrifaðist sem ilmolíufræðingur frá Lífsskólanum 2007. Hún rak nuddstofu í Reykholtsdal í mörg ár þar sem hún blandaði ilmkjarnaolíur í nuddolíur til að hjálpa fólki við ýmsum kvillum.

Hún gekk með þann draum í mörg ár að framleiða ilmkjarnaolíur á jörðinni Rauðsgili þar sem hún býr. Í janúar 2015 fór hún út til Sedona í Arizona til að læra eimingu plantna hjá fyrirtækinu Phebee aromatic. Hjónin Max og Clare Licher reka það fyrirtæki og komu síðan til Íslands og aðstoðuðu við að koma framleiðslunni af stað á Rauðsgili. Hraundís er búin að vera í tilrauna eimingu síðan við ýmsar tegundir plantna sem vaxa í náttúru Íslands.