
Sauðabólssósa er ljúffeng blanda úr balsamic ediki, olífuolíu og bláberjasultu.
Hentar vel með ostum, gröfnu kjöti og útá salat.
Ytri-Hólmur
Kristín Helga Ármannsdóttir og Brynjólfur Ottesen búa á Ytra-Hólmi rétt fyrir utan Akranes. Þar er stundaður sjálfbær búskapur með áherslu á sauðfjárrækt. Framboðið er margvíslegt s.s. ferskt og reykt lambakjöt, sósur og alls kyns meðlæti eins og kæfur.