Rjómalöguð fiskisúpa - loftþurrkað innihald í álpoka - Feed the Viking

1.170 kr

Vörunúmer: 1110109003 Feed the Viking

aðeins 3 eftir

á þeim tíma

sem þér hentar

Fiskisúpan

Hver poki inniheldur 70g blöndu af loftþurrkuðum fyrsta flokks íslenskum þorsk, kartöflum, súpujurtum, höfrum, íslensku nýmjólkurdufti og kryddum.

Hver vill ekki taka rjómalagaða fiskisúpu með sér á fjöll, í vinnuna eða til að njóta í hádeginu?

Við erum afar stollt af því að ná loks að bjóða uppá þessa hrikalega góðu og meðfærilegu rjómalöguðu súpu en það eina sem þú þarft er sjóðandi vatn og 10 mínútur til að njóta hennar hvar sem er... hvenær sem er.

Þú hellir 300 ml af sjóðandi vatni í pokann, hrærir vel, lokar pokanum og lætur hann standa í 8-10 mínútur.

Innihaldslýsing

Innihald: Þorskflök (Gadus morhua), veidd á svæði FAO27-Va2 í Norður Atlantshafi

Ofnæmisvaldar: Þorskur, mjólk, maltodextrin.

Næringarinnihald

Næringargildi í 100g:

  • Orka 1602 kJ / 381 kkal
  • Fita 8,7g
  • - þar af mettuð 2,7g
  • - þar af fjölómettuð 0,4g
  • Kolvetni 37,1g
  • - þar af trefjar 4,1g
  • - þar af sykur 12,7g
  • Prótein 38,5g
  • Salt 4g
Feed the Viking

Feed the Viking er íslenskt sprotafyrirtæki, stofnað árið 2016, sem starfar með það að markmiði að auka virði íslenskra matvæla. Félagið þróar, framleiðir og selur matvörur úr íslensku lambi, nauti og þorski.

Vörurnar eru annarsvegar Jerky sem er loftþurrkað kjöt og harðfiskur í snakkformi og hinsvegar Fjallamatur sem eru frostþurrkaðar máltíðir.

Jerky afurðirnar eru fjórar; Lamb Jerky, Beef Jerky, Fish Jerky og Fish Jerky með hvítum Cheddarosti og Fjallamatar afurðirnar þrennskonar; Lamb Stew, Fish Soup og Vegan Stew.