Upplífgandi ilmolía í glerflösku með rúllu - Hraundís

2.790 kr

Vörunúmer: 3200207009 Hraundís

aðeins 3 eftir

á þeim tíma

sem þér hentar

Glódís er upplífgandi olía til að bera á líkamann. Hún er borin á úlnlið og hálsinn til að hressa sig við. Hún er góð til að vekja hugann upp á morgnana. Frábær til að nota þegar manni vantar meiri einbeitningu og orku inn í daginn og þegar taka þarf á erfiðu verkefni í vinnunni eða þegar farið er í próf. Síberíuþinurinn í olíunni er örvandi fyrir hugann og vekur upp ónæmiskerfið. Rósemary er upplífgandi og hressandi fyrir hugann.

Notkunarleiðbeiningar: Berist á háls eða bakvið eyru, þar sem ilmur berst að vitum.

Innihaldslýsing

jójóbaolía, rosemary ilmkjarnaolía, íslensk síberíuþin ilmkjarnaolía.

Framleiðandinn
Framleiðandinn Hraundís Guðmundsdóttir útskrifaðist sem ilmolíufræðingur frá Lífsskólanum 2007. Hún rak nuddstofu í Reykholtsdal í mörg ár þar sem hún blandaði ilmkjarnaolíur í nuddolíur til að hjálpa fólki við ýmsum kvillum.

Hún gekk með þann draum í mörg ár að framleiða ilmkjarnaolíur á jörðinni Rauðsgili þar sem hún býr. Í janúar 2015 fór hún út til Sedona í Arizona til að læra eimingu plantna hjá fyrirtækinu Phebee aromatic. Hjónin Max og Clare Licher reka það fyrirtæki og komu síðan til Íslands og aðstoðuðu við að koma framleiðslunni af stað á Rauðsgili. Hraundís er búin að vera í tilrauna eimingu síðan við ýmsar tegundir plantna sem vaxa í náttúru Íslands.