
Nautakjöt
Öll viljum við íslenskt kjöt. Nautakjöt er fjölbreyttur matur, mismunandi vöðvar, hakk og steikur, allt gott en hver biti á sinn hátt. Hakk getur verið grunnur að ótal skyndibitum. Vöðvar þurfa mismunandi langan matreiðslutíma sumir eru gómsætir í pottrétti á meðan aðrir eru tilbúnir til neyslu á aðeins 5 mínútum. Í hópi framleiðenda okkar má finna bændur sem leggja áherslu á ræktun uxa - og kvígukjöts.