Lambakjöt - Ytri Hólmur

7.124 kr

Vörunúmer: 3010170012 Ytri Hólmi

aðeins 2 eftir

á þeim tíma

sem þér hentar

Lambakjöt frá Ytra Hólma

 • Lambalæri
 • Lambahryggur
 • Súpukjöt
Lambakjöt

Sauðfjárbúskapur hefur verið stundaður á Íslandi frá landnámi. Í upphafi nýttu menn aðallega sauðamjólkina en lambakjötið kom til síðar. Lambakjötið á sér þó sterkar rætur í sögu og menningu þjóðarinnar. Margir þættir hafa áhrif á bragð og gæði lambakjöts, svo sem kyn lambsins, aldur, fæðan sem það hefur fengið, slátrunin sjálf og meðferð eftir slátrun.  Nauðsynlegt er að láta kjötið hanga til þess að kjötið meyrni með eðlilegum hætti og gæði kjötsins komi í ljós. Lömb fara mjög fljótt að bíta gras, en ganga þó oftast enn undir mæðrum sínum fram á haust. Íslensk lömb eru yfirleitt 4-5 mánaða við slátrun. Þau hafa í flestum tilvikum gengið á heiðum, fjöllum eða í úthögum og etið villijurtir og það kemur fram í bragðinu.  Það er oft sagt að íslenska lambakjötið ,,kryddi sig sjálft”. En lambakjötið er ekki einungis gott á bragðið það er líka hollt og er m.a. ríkt af járni og omega-3 fitusýrum. Lambakjötið okkar er úrvals kjöt og íslenskari verður máltíð varla en vel matreitt lambakjöt.

Næringarinnihald

Lambalæri - Næringargildi í 100g:

 • Orka 667kj/343kkal
 • Prótein 20g
 • Kolvetni 0g
 • þar af sykur 0g
 • Fita 9g
 • þar af mettaðar fitusýrur 0g
 • Salt 0g

Lambahryggur - Næringargildi í 100g:

 • Orka 1414 kj/343 kkal
 • Prótein 20g
 • Kolvetni 0g
 • - þar af sykur 0g
 • Fita 9g
 • - þar af mettaðar fitusýrur 0g
 • Salt 0g

Súpukjöt - Næringargildi í 100g:

 • Orka 1116 kJ / 280 kkal
 • Prótein 16g
 • Kolvetni 0g
 • - þar af sykurtegundir 0g
 • Fita 31g
 • - þar af mettaðar 14g
 • Salt 0g
Sauðfjárbúið Ytra-Hólmi

Kristín Helga Ármannsdóttir og Brynjólfur Ottesen búa á Ytra-Hólmi rétt fyrir utan Akranes.  Þar er stundaður sjálfbær búskapur með áherslu á sauðfjárrækt.  Framboðið er margvíslegt s.s. ferskt og reykt lambakjöt, sósur og alls kyns meðlæti eins og kæfur. Kjötið frá Ytra-Hólma er einskaklega ljúffengt.