Byggflögur - Móðir jörð

790 kr

Vörunúmer: 7010101008 Móðir jörð

aðeins 1 eftir

á þeim tíma

sem þér hentar

Íslenskar byggflögur, lífrænt vottaðar - 800g

Góðar í graut og rasp.

Byggfjögur Móður Jarðar eru góður íslenskur valkostur í grauta, bakstur (brauð, lummur, vöfflur, kökur og kex), slátur, múslí, orkudrykki ("boost") og aðra matargerð.

Gott er að rista flögurnar á þurri pönnu til að nota í múslí o.fl. Byggflögurnar eru unnar úr bygginu (kaldvalsaðrar) eins og það kemur fyrir og innihalda því næringarefni úr hýðinu. Þær eru trefjaríkar og stuðla trefjaefnin að heilbrigði meltingarvegarins. Í byggi eru bæði vatnsleysanleg og óleysanleg trefjaefni. Með byggflögunum öðlast gamli góði hafragrauturinn nýtt líf úr íslensku hráefni.

Næringarinnihald

Næringargildi í 100 gr.:

  • Orka 1440 kJ/341 kkal
  • Fita 2g
  • - þar af mettuð fita 0,4g
  • Kolvetni 64g
  • - þar af sykurtegundir 0,5g
  • Trefjar 10g
  • Prótein 12g
  • Betaglúkanar 2,1g
  • Salt 0g.
Móðir jörð

Móðir Jörð ræktar og framleiðir íslensk matvæli úr jurtaríkinu. Móðir Jörð  í Vallanesi á Fljótsdalshéraði er fyrirtæki í lífrænni ræktun og matvæla-framleiðslu.

Fyrirtækið leggur  stund á korn- og grænmetisræktun og framleiðir tilbúnar hollustu- og sælkeravörur.Móðir Jörð er í eigu hjónanna Eymundar Magnússonar og Eyglóar Bjarkar Ólafsdóttur. Allar vörur frá Móðir Jörð eru lífrænt vottaðar hjá Tún vottunarstofu.

www.modirjord.is