Marmelaði: Tómatur og mynta - Olivia's Gourmet

1.290 kr

Vörunúmer: 3100902001 Olivia's Gourmet

aðeins 5 eftir

á þeim tíma

sem þér hentar

Marmelaði með tómat og myntubragði 220 ml.

Kælivara: Geymist í kæli við 0-4°C

Innihald

Innihaldslýsing: Grænir tómatar, sykur, sítrónusafi, mynta

Næringarinnihald

Næringargildi í 100g:

  • Orka 659 kJ / 155 kkal
  • Fita 0,4g
  • - þar af mettuð 0g
  • Kolvetni 36g
  • - þar af sykurtegundir 32,9g
  • Prótein 0,3g
  • Trefjar 2,5g
  • Salt 0g
Olivia's Gourmet

Mæðgurnar Andrea Maria Sosa Salinas og Silvia Dinora Salinas Martinez stofnuðu  fyrirtæki í Borgarnesi utan um sultugerð úr grænum tómötum árið 2020.

„Ég segi að Olivia´s Gourmet hafi byrjað með mikilli blessun, en án þess að vera sérstaklega að leita eftir því fengum við tækifærið upp í hendurnar. Ég hafði látið í ljós löngun til að komast yfir græna tómata til sósugerðar sem ég vildi blanda með latín-salvadoríska kryddinu okkar. Þessi ósk náði eyrum góðra garðyrkjubænda og við fengum talsvert magn af tómötum eða um 30 kíló með því skilyrði að við prófuðum eitthvað sniðugt í matargerð. Fyrst fórum við að þróa sósu en svo fengum við enn fleiri tómata og þá fórum við að hugsa um hvað við gætum gert, hvernig við gætum nýtt þetta ágæta hráefni,“ segir Andrea í viðtali sem birtist í Morgunblaðinu hinn 23. október 2020.

Mæðgurnar, sem koma upprunalega frá El Salvador, fluttu til Íslands árið 2016 og síðan hefur fjölskyldan stækkað. Andrea giftist Eyþóri manni sínum sumarið 2019 og þeim fæddist dóttirin Olivia sl. vor.

„Ísland er landið okkar núna, hér hefur verið vel tekið á móti okkur með ást og góðvild sem hefur gert okkur kleift að eignast nýtt líf og láta nýja drauma rætast.“

Nánari upplýsingar um Olivia's Gourmet má nálgast hér:

Olivia's á Facebook