BRÆLUBAKARÍIÐ - TÓTU FLATKÖKUR

Val
Sýna12243648

Mæðgurnar Þóranna Þórarinsdóttir og Brynja Kristmannsdóttir reka saman Brælubakaríið ehf. í húsnæði gömlu hafnarvigtarinnar í Vogum.

Þar baka þær flatkökur sem notið hafa mikilla vinsælda. Þóranna er búin að standa í bakstri í um þrjátíu ár og byrjaði heima og þá með annarri vinnu.

Þóranna og Brynja dóttir hennar hafa hætt allri annari vinnu vegna anna við baksturinn. Þær hafa aldrei auglýst flatkökurnar en eftirspurnin hefur aukist hægt og rólega enda hefur það spurst út hversu góðar flatkökurnar eru.