SOÐLAPPI

Val
Sýna12243648

Soðlappi slf. rekur vottaða verkunarstöðin eingöngu fyrir villta fugla á bænum Grenstanga í Austur-Landeyjum. Stöðin er um 15 km austan við Hvolsvöll.  Fannar Bergsson er stofnandi verkunarstöðvarinnar og einnig veiðimaður.

Verkunarstöðin uppfyllir kröfur sem gerðar eru til kjötvinnslna. Setja þurfti upp vinnslulínu, það er verkferla, gæðaferla, gæðabók og ýmislegt annað. Ferli hvers fugls í gegnum stöðina þarf að vera rekjanlegt. Í stöðinni er kæld móttaka þar sem bráðin er hengd upp. Í vinnslusalnum eru vinnuborð og þvottaaðstaða. Vörunni er svo pakkað í lofttæmdar umbúðir og hún fryst fyrir afhendingu.