SAUÐAGULL

Val
Sýna12243648

Sauðagull ehf. er staðsett á Austurlandi og í eigu Ann-Marie Schlutz. Fyrirtækið bíður upp á einstakar matvörur framleiddar úr sauðamjólk.

Sauðamjólk var um aldir nýtt til manneldis hér á landi og unnið úr henni skyr, smjör og ostar. Þekkingin á þessu íslenska handverki hefur að mestu glatast.

Markmið Sauðagulls er að endurvekja þetta handverk með að framleiða einstakar nútíma matvörur úr sauðamjólk. Með því er stutt við íslenska sauðfjárrækt og hvatt til þess að nýta þetta holla, bragðgóða og næringarríka hráefni.