RANNVEIG ÁSGEIRSDÓTTIR - MINNSTA KAFFIHÚS Á ÍSLANDI

Val
Sýna12243648

Smáfram­leiðand­inn „Minnsta kaffi­hús á Íslandi“ hef­ur sitt annað ár í fram­leiðslu á pip­ar­köku­hús­um sem hægt er að hengja á bolla- eða glas­brún.

Rann­veig Ásgeirs­dótt­ir, sem stend­ur á bak við fram­leiðsluna, seg­ir hug­mynd­ina hafa kviknað við út­skrift son­ar síns fyr­ir nokkr­um árum, en þá var boðið upp á þessi pínu­litlu hús með kaff­inu og þau þurftu að vera nógu smá til að passa á mokka­bolla.

Hún bjó því til ör­lítið pappa­mót í þess­um til­gangi og skar kök­urn­ar út með skurðhníf. Þessi aðferð er enn notuð svo það er mikið af tíma, þol­in­mæði og ást sem fer í ör­smáu pip­ar­köku­hús­in, enda telj­ast þau til mat­ar­hand­verks.

Árið 2019 fékk Minnsta kaffi­hús á Íslandi byr und­ir báða vængi með boði á Mat­ar­markaðinn í Hörpu svo þá var ekk­ert annað í stöðunni en að út­vega leyfi til fram­leiðslu og hefjast handa. Þau voru ófá veislu­borðin sem státuðu af þess­um hús­um í fyrra og meira. Nú eru húsin til sölu í nokkrum búðum á Íslandi, þ.á m. hjá Gott & Blessað í takmörkuðu upplagi.