ÖLGERÐIN EGILL SKALLAGRÍMS
Ölgerðin er eitt af stærstu og elstu fyrirtækjum landsins, en hún náði 100 ára aldri 17. apríl 2013.
Um langt skeið hefur Ölgerðin átt sinn þátt í að móta drykkjar- og matarmenningu þjóðarinnar og ætla má að stærstur hluti þjóðarinnar njóti þess t.d. að drekka Egils Malt og Appelsín á jólum eða borða Ota hafragraut að morgni dags.