LINDARFISKUR

Val
Sýna12243648

Lindarfiskur er með bleikjueldi í Botnum og fiskbúð í Vík.

Lindarfiskur leitaði í upprunann. Mamman (Helga Ólafsdóttir) ólst upp í Botnum í Meðallandi þar sem fiskeldið hjá Lindarfiski er.

Botnar er bær sem er sér á báti, í fyllstu merkingu þess. Það er ekkert og enginn í 10 km radíus frá bænum sem er staðsettur inni í miðju Eldhrauni.

Þetta er stærsti kosturinn við staðsetninguna. Friðurinn og róin, hreinleikinn og allt þetta vatn! Eldhraunið virkar eins og risastór sía fyrir vatnið sem fiskarnir hjá Lindarfiski synda í.

Eigendur Lindarfisks telja (næstum því án þess að við þau séu nokkuð hlutdræg) að þetta sé besta vatn í heimi!

Með þessu er lagður grundvöllur að frábæru hráefni. Eigendurnir dunda sér við að láta bleikjunum líða sem allra best. Gott pláss, nóg að éta og fullt, fullt af köldu vatni.

Enda eru eigendurnir mjög montin af lokaafurðinni.

Engin vara fannst í þessari línu