HUXANDI

Val
Sýna12243648

Huxandi er lítið fjölskyldufyrirtæki sem framleiðir Súrkál fyrir sælkera. Það er rekið af hjónunum Dagnýju Hermannsdóttur og Ólafi Loftssyni og ættingjar og vinir hjálpa til þegar þörf er á.

Fyrirtækið hefur starfað frá október 2017 með starfsleyfi frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur og er með aðstöðu í Matís. Dagný lærði að búa til súrkál árið 1984 en það var þó ekki fyrr en á þessari öld sem hún fékk dillu fyrir því og fór að gera tilraunir með að gerja alls kyns grænmeti.

Hún hefur haldið fjölda námskeiða í súrkálsgerð undanfarin ár og 2018 gaf Forlagið út bók hennar ,,Súrkál fyrir sælkera“. Ólafur datt fljótlega í súrkálstunnuna með henni og líf þeirra hefur verið frekar súrt allar götur síðan.