FJALLALAMB

Val
Sýna12243648

Fjallalamb hf. hefur verið starfandi frá árinu 1990. Sérsvið fyrirtækisins er meðhöndlun á lambakjöti, allt frá slátrun til fullvinnslu afurða. Auk þess er Fjallalamb í góðu samstarfi við bændur við að uppfylla reglur um gæðastýringu í landbúnaði. Staðan er þannig nú að yfir 90% framleiðslunnar fellur undir þessar reglur.

Fjallalamb hf. er aðili að Landssamtökum sláturleyfishafa.

Hjá Fjallalambi hf. starfa að meðaltali um 20 starfsmenn allt árið. En í sláturtíð sem stendur yfir frá byrjun september til októberloka eykst fjöldinn í um 50-60 manns.

Fjallalamb hf. var stofnað árið 1990 og er í eigu 130 hluthafa, sem flestir tengjast starfsemi fyrirtækisins á einn eða annan máta.

Helstu eigendur eru bændur í Norður-Þingeyjarsýslu, samtök þeirra og sveitarfélög í Norður-Þingeyjarsýslu, ennfremur starfsmenn og aðrir einstaklingar.  Allir innleggjendur eiga hlut í félaginu og mikil samstaða ríkir í héraði um starfsemi þess.

Allt frá upphafi hefur það verið stefna félagsins að starfa sjálfstætt á markaðinum og óháð öðrum, en mynda hinsvegar viðskiptasambönd við aðrar afurðastöðvar til að tryggja hagkvæmni og nauðsynlega samvinnu innan greinarinnar í heild.

Það er staðfastur vilji félagsmanna að skapa sérstöðu á markaðinum á grundvelli þeirra náttúrugæða sem Norður-Þingeyjarsýsla hefur uppá að bjóða, svo sem landgæði og einangrun frá algengum sauðfjársjúkdómum.